Play tekur flugið – Ógrynni starfa í boði
Nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag, Play, mun hefja sölu farmiða í nóvember og hefja flug til Evrópu í kjölfarið.
Play er þegar farið að leita að starfsfólki. Um ógrynni af störfum verður að ræða að sögn Arnars Más Magnússonar forstjóra hins nýja félags.
Hann tekur að sama skapi fram að greidd verða laun samkvæmt íslenskum samningum.
Hér fyrir neðan má sjá þau störf sem í boði eru í Keflavík:
FLUGLIÐAR – Keflavík – Fullt starf
Flugliðar allra landa sameinist — hjá PLAY. Okkur vantar brosandi flugliða, bæði næsta sumar og eins í framtíðarstörf. Fyrsti hópurinn hefur störf strax í desember.
FLUGMENN – Keflavík – Fullt starf
PLAY vantar fólk til að fljúga fínu Airbus vélunum milli áfangastaða. Fyrst um sinn koma eingöngu til greina þau sem eru með Airbus–réttindi, en þið hin megið líka láta vita af ykkur.
FLUGUMSJÓN – Keflavík – Fullt starf
Okkur vantar úrræðagott fólk í flugumsjón til að stýra flugáætlunum PLAY. Ef þú elskar vaktavinnu og áætlanagerð og dýrkar Keflavíkurflugvöll, þá er þetta rétta starfið.