Nýjast á Local Suðurnes

Eyða sorpi af Suðurlandi í Kölku

Sorpstöð Suðurlands bs. hefur farið þess að leit við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja að síðarnefnda félagið taki við úrgangi af Suðurlandi til eyðingar í Kölku. Var þessi beiðni send eftir að Sorpa á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti að fyrirtækið myndi takmarka móttöku úrgangs af svæðinu.

Eitthvað svigrúm mun vera til þess að verða við beiðni beiðni fyrirtækisins eins og staðan er eftir að flokkun hófst á Suðurnesjum, en aðilum hefur þó verið tjáð að móttaka úrgangs af Suðurnesjasvæðinu muni áfram hafa forgang.