Nýjast á Local Suðurnes

Virkja SMS-skilaboð vegna jarðskjálfta

SMS-skila­boð verða send til fólks sem fer inn á fyr­irfram skil­greint svæði á Reykja­nesskaga vegna jarðskjálft­ana sem nú ríða yfir. Ákvörðun þessi var tek­in af al­manna­vörn­um og lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um.

Er þetta gert bæði vegna grjót­hruns svæðinu og eld­gos gæti haf­ist með litl­um fyr­ir­vara. Komi til eld­gos verður texta­skila­boðum breytt í beina aðvör­un til þeirra sem eru á um­ræddu svæði, segir í til­kynn­ingu frá al­manna­vörn­um.