Virkja SMS-skilaboð vegna jarðskjálfta

SMS-skilaboð verða send til fólks sem fer inn á fyrirfram skilgreint svæði á Reykjanesskaga vegna jarðskjálftana sem nú ríða yfir. Ákvörðun þessi var tekin af almannavörnum og lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Er þetta gert bæði vegna grjóthruns svæðinu og eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara. Komi til eldgos verður textaskilaboðum breytt í beina aðvörun til þeirra sem eru á umræddu svæði, segir í tilkynningu frá almannavörnum.