Nýjast á Local Suðurnes

Vilja byggja útsýnispall á vatnstanki

Aðaltorg ehf. hefur óskað eftir heimild til afnota af vatnstanki og landsvæði umhverfis hann í heiðinni ofan við Keflavík, en gangi fyrirætlanir eftir mun fyrirtækið byggja útsýnispall á tankinn.

Kynning þessa efnis, sem unnin er af Arkís arkitektum ehf. ásamt viljayfirlýsingu frá HS veitum hf. um samstarf var lögð fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á dögunum. Tengil á kynninguna má finna neðst í fréttinni.

Vel var tekið í erindið, en óskað nánari gagna t.d. hvað varðar útfærslu á svæðinu og aðkomu.

Útsýnispallur á vatnstanki – kynning