Nýjast á Local Suðurnes

Tekur bæjarstjórinn fram fiðluna á Keflavíkurnóttum?

Tónlistarveislan Keflavíkurnætur fer fram um næstu helgi og koma margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins fram á hátíðinni, meðal annars Helgi Björnsson, Abamadama og spútníkhljómsveitin Agent Fresco en auk þess fer fram Summersby Íslandsmótið í strandblaki á Paddý´s.

Árni Árnason skipuleggjandi hátíðarinnar afhenti Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar aðgöngumiða á Keflavíkurnætur á dögunum og segir á Facebook-síðu hátíðarinnar að Kjartan sé mest spenntur fyrir Bó Halldórs og Siggu Beinteins sem koma fram á Ránni á laugardeginum.

“Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar var hress þegar Árni Árnason mætti á bæjarskrifstofuna í dag og færði honum armband á Keflavíkurnætur. Kjartan er ánægður með hátíðina og þá einna helst á ballið með Björgvini Halldórs og Siggu Beinteins á Ránni á laugardagskvöld.” Segir á Facebook-síðunni.

Ekki fylgdi sögunni hvort bæjarstórinn, sem er mikill fiðluleikari, muni grípa fiðluna með sér á Ránna en þetta væri þó kjörið tækifæri til að fá að spila með þeim bestu í bransanum.

keflavikurnaetur baejarstjori

Það fór vel á með þeim Kjartani Má og Árna Árna þegar sá síðarnefndi leit við á skrifstofu bæjarstjóra með miða á Keflavíkurnætur