Nýjast á Local Suðurnes

Óska eftir hugmyndum um nafn á nýjan leikskóla

Ákveðið hefur verið að leita í hugmyndabrunn íbúa og annarra áhugasamra að nafni fyrir nýjan leikskóla að Byggðavegi í Suðurnesjabæ.

Byggingaframkvæmdir eru enn í fullum gangi og er áætlað að skólinn opni í mars á næsta ári ef allt gengur að óskum.

Suðurnesjabær hefur samið við Skólar ehf. um reksturinn sem starfar í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.

Í sveitarfélaginu eru í dag tveir leikskólar Gefnarborg og Sólborg.

Hugmyndir að nafni á nýja leikskólann óskast sendar á Betri Suðurnesjabær í síðasta lagi 27. október 2023.