Nýjast á Local Suðurnes

Fjöldi þeirra sem nýttu sér fjárhagsaðstoð stóð í stað þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa

Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hjá Reykjanesbæ hækkar um rúmar fimm þúsund krónur, fer úr 144.283 krónum í  149.678 krónur, en hækkunin miðast við hækkun á vísitölu neysluverðs. Reglur Reykjanesbæjar kveða á um að velferðarráð taki ákvörðun um hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar ár hvert.

Fjöldi þeirra sem nýttu sér fjárhagsaðstoð hjá Reykjanesbæ í desember stóð í stað miðað við árið áður þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa í sveitarfélaginu, en árið 2018 fengu 86 einstaklingar greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls var greitt kr. 9.853.809,-. Í sama mánuði 2017 fékk sami fjöldi einstaklinga greiddan framfærslustyrk, alls var greitt kr. 9.808.849,-. Íbúafjölgun í sveitarfélaginu frá desember 2017 til desember 2018 var 6,4%.

Nokkuð fleirri fengu greiddan sérstakan húsnæðisstuðning á sama tímabili. Í desember 2018 var greitt kr. 1.890.929,- í sérstakan húsnæðisstuðning til 149 einstaklinga/fjölskyldna. Á sama tíma 2017 fengu 132 einstaklingar/fjölskyldur greiddan sérstakan húsnæðisstuðning.