Nýjast á Local Suðurnes

Heimilt að auglýsa breytt deiliskipulag fyrir Fitjar

Reykjanesbær hefur lagt fram nýtt deiliskipulag fyrir Fitjar samkvæmt uppdrætti Glámu – Kím ehf.. Til stendur að byggja heilsuræktarstöð auk sjóbaðsaðstöðu á svæðinu á vegum World Class.

Deiliskipulagið var auglýst en Skipulagsstofnun bendir á í bréfi dags 28. janúar að ekki er gerð grein fyrir því hvort heilsuræktarstöð með hóteli, baðlaug og fjörupotti utan lóðar samræmist heimildum gildandi aðalskipulags fyrir athafnasvæðið.

Umhverfis- og skipulagsráð sveitarfélagsins veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða auglýsingu á endurskoðun aðalskipulags.