Nýjast á Local Suðurnes

Fermingar án altarisgöngu og snertinga í Njarðvík

Mynd: Skjákot ja.is

Ekki verður gengið til altaris við fermingar í Njarðvíkurkirkju í Innri-Njarðvík í ár eins og venjan er vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Þá verður ekkert um snertingar við athöfnina og verður handaböndum í lok athafnar til að mynda sleppt.

Þetta kom fram á lokaæfingu fermingarbarna í Njarðvíkurkirkju sem blaðamaður Suðurnes.net var viðstaddur. Á æfingunni kom einnig fram að altarisganga muni fara fram síðar og verður tilkynning þar af lútandi send út þegar þar að kemur. Gestafjöldi við athöfnina verður einnig takmarkaður og er miðað við að að hámarki sjö ættingjar fylgi hverju fermingarbarni við athöfnina. Einnig kom fram að nóg verði af handspritti við innganginn.