sudurnes.net
Fermingar án altarisgöngu og snertinga í Njarðvík - Local Sudurnes
Ekki verður gengið til altaris við fermingar í Njarðvíkurkirkju í Innri-Njarðvík í ár eins og venjan er vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Þá verður ekkert um snertingar við athöfnina og verður handaböndum í lok athafnar til að mynda sleppt. Þetta kom fram á lokaæfingu fermingarbarna í Njarðvíkurkirkju sem blaðamaður Suðurnes.net var viðstaddur. Á æfingunni kom einnig fram að altarisganga muni fara fram síðar og verður tilkynning þar af lútandi send út þegar þar að kemur. Gestafjöldi við athöfnina verður einnig takmarkaður og er miðað við að að hámarki sjö ættingjar fylgi hverju fermingarbarni við athöfnina. Einnig kom fram að nóg verði af handspritti við innganginn. Meira frá SuðurnesjumLoka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikningaEyða sorpi af Suðurlandi í KölkuGripinn með mikið magn af þýfiLoka leikskóla vegna raka- og mygluvandamálaAdam Eiður leikur með Hetti á næsta tímabiliSala varnarliðseigna – “Hefði haft bein áhrif á fasteignamarkaðinn að bíða eftir betra verði”Suðurnesjabær hefur ekkert að segja varðandi áformuð búsetuúrræði fyrir flóttafólkOrkusölusamningur HS Orku og Norðuráls ekki lengur í gildiKjaradeila kennara – Óttast að kennarar muni ekki draga uppsagnir til bakaStarfsleyfi Thorsil fellt úr gildi vegna formgalla á auglýsingu