Nýjast á Local Suðurnes

Nýr vefur Duus Safnahúsa settur í loftið

Nýr vefur hefur verið settur upp fyrir Duus-Safnahús, á slóðinni www.duusmuseum.is er að finna upplýsingar um þær sýningar sem eru yfirstandandi hverju sinni og þá viðburði sem framundan eru auk margs konar hagnýtra upplýsinga svo sem um opnunartíma og aðgangseyri.

Duus Safnahús eru menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar og þau hýsa aðal sýningarsali safnanna í bænum, Byggðasafns Reykjanesbæjar og Listasafns Reykjanesbæjar. Þar er einnig að finna upplýsingamiðstöð ferðamanna, Geststofu Reykjaness jarðvangs, Bátaflota Gríms Karlssonar auk fleiri sýninga.

Þá eru Duus Safnahús einnig komin á Facebook svo nú er hægt að líka við síðuna til að geta betur fylgst með því sem þar er að gerast. Einnig eru Duus Safnahús komin á Instagram svo nú ætti enginn að þurfa að koma að tómum kofanum um starfsemina í húsunum.