Nýjast á Local Suðurnes

Spennan í hámarki fyrir lokadaginn á Heimsleikunum

Síðustu tvær keppnisgreinarnar á Heimsleikunum í crossfit fara fram í dag og er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir efst í einstaklingskeppni kvenna fyrir lokaátökin. Ekki hefur enn verið tilkynnt hver síðasta grein leikanna verður þannig að það er óhætt að segja að spennan sé í hámarki, enda til mikils að vinna eins og sjá má hér.

Sara lenti í vandræðum í sprettbrautunum í gær þar sem hún lenti neðarlega en náði sér á strik í “knattspyrnu-chipper” þar sem hún lenti í fjórða sæti og “clean and jerk” þar sem hún lenti í 6. sæti og náði þar með að komast í fyrsta sætið í heildarstigakeppninni, upp fyrir  Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem hafði náð forystunni fyrr um daginn.