sudurnes.net
Spennan í hámarki fyrir lokadaginn á Heimsleikunum - Local Sudurnes
Síðustu tvær keppnisgreinarnar á Heimsleikunum í crossfit fara fram í dag og er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir efst í einstaklingskeppni kvenna fyrir lokaátökin. Ekki hefur enn verið tilkynnt hver síðasta grein leikanna verður þannig að það er óhætt að segja að spennan sé í hámarki, enda til mikils að vinna eins og sjá má hér. Sara lenti í vandræðum í sprettbrautunum í gær þar sem hún lenti neðarlega en náði sér á strik í “knattspyrnu-chipper” þar sem hún lenti í fjórða sæti og “clean and jerk” þar sem hún lenti í 6. sæti og náði þar með að komast í fyrsta sætið í heildarstigakeppninni, upp fyrir Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem hafði náð forystunni fyrr um daginn. Meira frá SuðurnesjumHeimsleikarnir: Sara af stað klukkan 14 í dag – Fylgstu með í beinni!Sara náði ekki að tryggja sig á heimsleikanaRagnheiður Sara komin upp í 2. sæti á heimsleikunumSara stefnir á Heimsleikana í crossfit – Fylgstu með í beinni um helgina!Ragnheiður Sara keppir um sæti á Heimsleikunum um helgina – Fylgstu með í beinni!Sara náði ekki í úrslitin á HeimsleikunumSara önnur á WodapaloozaSara sjötta eftir fyrsta daginnRagnheiður Sara fékk bronsið í DúbaíSara efst Íslendinganna eftir tvær greinar – Síðasta grein dagsins [...]