Nýjast á Local Suðurnes

Hraun flæðir í átt að Njarðvíkuræð – Íbúar spari ekki heita vatnið

Hraun flæðir nú í átt að Njarðvíkuræðinni svokölluðu en þrátt fyrir það er ekki ástæða til að spara heitt vatn, segir í tilkynningu frá HS Irku, þess þá heldur er mikilvægt að halda uppi góðum þrýstingi og því biðlum við til íbúa að spara ekki heita vatnið

Ástæðan fyrir því er að lögnin er nú grafin í jörðu og með þessu standa vonir til að vel takist þá til að kæla lögnina ef á reynir. Þannig eru þá taldar auknar líkur á að hún haldi ef hraun flæðir yfir hana, segir í tilkynningunni.