Nýjast á Local Suðurnes

Fjöldi vefsíðna liggur enn niðri

Fjöldi vefsíðna liggur enn niðri í kjölfar kerfishruns hjá stærsta vefhýsingarfyrirtæki landsins, 1984.is. Fyrirtækið telur að allar vefsíður sem hýstar eru hjá fyrirtækinu ættu að vera komnar upp á ný á allra næstu dögum.

Vefsíða Sveitarfélagsins Garðs hefur legið niðri undanfarna daga auk þess sem vefsíður fjölda fyrirtækja, félagasamtaka og íþróttafélaga hafa legið niðri. Þá hefur verið vandamál með tölvupósta sem tengjast þessum vefsíðum, en vefhýsingarfélagið telur sig hafa náð að bjarga öllum gögnum.

Hægt er að nálgast upplýsingar um stöðuna hér.