Stjarnan fór létt með lánlausa Grindvíkinga

Stjarnan lagði Grindavík í 5. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í Ásgarði í gærkvöld, Grindvíkingar skoruðu aðeins 64 stig í leiknum gegn 87 stigum Stjörnunnar. Grindvíkingar léku án bandaríkjamannsins Eric Julian Wise sem tók út leikbann.
Liðin skipust á að hafa forystu í fyrsta leikhluta og allt stefndi í spennandi leik, en raunin átti eftir að verða önnur. Í öðrum leikhluta tóku Stjörnumenn öll völd ´s vellinum og Grindvíkingar skoruðu aðeins 8 stig í þessum leikhluta – Staðan í hálfleik 48-30.
Grindvíkingar fundu ekki fjölina, hvorki í þriðja né fjórða leikhluta og sigur Stjörnunnar var auðveldur, lokatölur eins og áður sagði 87-64.
Ómar Sævarsson, Jóhann Árni og Þorleifur Ólafssynir voru einu Grindvíkingarnir sem sem eitthvað gátu í þessum leik og skoruðu þeir félagarnir 38 af 64 stigum Grindavíkurliðsins sem situr í fjórða sæti deildarinnar eftir fimm umferðir.