Nýjast á Local Suðurnes

Hér verður Búllan staðsett – Átt þú inni borgara?

Mynd: tommi.is

Það styttist í að Hamborgarabúlla Tómasar opni í Reykjanesbæ, en framkvæmdir standa nú yfir við breytingar á húsnæði fyrirtækisins við Iðjustíg 1 í Njarðvíkurhverfi.

Á Facebook-síðu Hamborgarabúllunnar er greint frá því að það styttist í opnun þó ekki sé gefin upp nánari tímasetning. Þar eru einnig birtar ljósmyndir frá því Tommaborgarar, einn vinsælasti skyndibitastaður sem rekinn hefur verið hér á landi, hóf starfsemi í Keflavík árið 1981. Í stöðuuppfærslunni er fólki boðið upp á borgara á hinum nýja stað sé það á einhverri myndinni.

Búllan verður staðsett við Iðjustíg

Myndir: ja.is og Facebook / Hamborgarabúlla Tómssar