Nýjast á Local Suðurnes

Fluttur á Landspítala eftir fall úr stiga

Karl­maður um tví­tugt féll af mótorkross­hjóli sínu á mótorkross­braut í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um í gær­kvöldi og missti meðvit­und. Hann fann til eymsla eft­ir fallið og var komið und­ir lækn­is­hend­ur. Ekki er ljóst hve mik­il meiðsl hans voru, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um.

Þá féll maður í jörðina í gær­morg­un þegar stigi sem hann stóð í rann und­an hon­um er hann vann við end­ur­nýj­un á þakkanti húss. Maður­inn rak höfuðið í vegg húss­ins við fallið og var flutt­ur á Land­spít­ala.