Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar unnu Suðurnesjaslaginn í Inkasso-deildinni

Keflvíkingar voru sterkari aðilinn í sannkölluðum Suðurnesjaslag í Inkasso-deildinni í dag, en þá tóku Keflvíkingar á móti Grindvíkingum á Nettóvellinum. Fyrir leikinn höfðu Grindvíkingar unnið alla sína leiki í deildinni og vermdu efsta sætið.

Fyrsta mark leiksins skrifast á markvörð Grindvíkinga, en það kom eftir aðeins tveggja mínútna leik, Magnús Þórir Matthíason skoraði markið.

Hlynur Örn, markvörður Grindavíkur átti annsi slæman dag, hann braut af sér á 66. mínútu og Keflvíkingar fengu vítaspyrnu sem Sigurbergur Elísson nýtti, og þar við sat.