Dögun býður fram í Suðurkjördæmi – Tveir Suðurnesjamenn í efstu sætum

Stjórnmálaflokkurinn Dögun býður fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum sem fram fara þann 29. október næstkomandi. Sturla Jónsson leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi.
Tveir Suðurnesjamenn eru á lista fimm efstu í kjördæminu, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Sandgerði, skipar annað sætið og Davíð Páll Stefánsson úr Reykjanesbæ skipar fimmta sæti liðstans.