Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík tapaði í Ólafsvík

Það var einna helst góður varnarleikur Víkinga frá Ólafsvík í bland við frekar slappan sóknarleik Grindvíkinga sem réði úrslitum í leik liðanna í dag en Grindvíkingar máttu sætta sig við 2-0 tap.

Fyrra mark heimamanna kom strax á sjöttu mínútu leiksins. Grindvíkingar sóttu svo stíft í þeim síðari en sterk varnarlína og góður markvörður Víkinga náðu að halda hreinu. Síðara mark leiksins kom svo í uppbótartíma og þar við sat, 2-0 tap.