Nýjast á Local Suðurnes

Sjaldan verið eins margir í mat hjá Þórkötlu – Myndband!

Mikið hefur mætt á björgunarsveitum landsins í tengslum við leitina að Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitað hefur verið á öllu Suðvesturhorni landsins og hafa tæplega 600 björgunarsveitarmenn verið að störfum alla helgina.

Ein af miðstöðvum björgunarsveitarfólks hefur verið í Grindavík og hefur Slysavarnardeildin Þórkatla séð til þess að björgunarsveitarfólk fái nóg að bíta og brenna.