Nýjast á Local Suðurnes

Ökklabrotnaði á leið út úr flugvél

Tilkynning barst í gær til flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum um konu sem hefði fallið í stiga á leið út úr flugvél. Var talið að hún hefði ökklabrotnað og var hún flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Þá þurfti að lenda flugvél sem var á leið frá Gatwick til Seattle á Keflavíkurflugvelli í gær vegna veikinda farþega. Var farþeginn fluttur með sjúkrabifreið undir læknis hendur á HSS.