Nýjast á Local Suðurnes

Elsta hópferðafyrirtæki landsins keyrt í þrot rétt áður en skaðabótakrafa var tekin fyrir

ABK ehf., sem áður hét SBK ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í lok ágúst. Fyrirtækið átti að baki 88 ára farsæla sögu og var elsta hópferðafyrirtæki landsins.

Tímasetning gjaldþrotsins vekur athygli, en til stóð að taka fyrir skaðabótakröfu Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) á hendur félaginu vegna riftunar á rekstri strætóleiðar 55.

Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, sagði í samtali við Suðurnes.net í lok nóvember að fyrirtækið myndi halda starfsstöð sinni í Grófinni áfram og að meirihluti starfsfólks SBK héldi vinnunni, þrátt fyrir breytingarnar, enda væru umsvif fyrirtækisins mikil á Reykjanesinu meðal annars í akstri flugrútu auk þess sem skipulagðar ferðir fyrirtækisins í Bláa lónið væru vinsælar. Þá sagði Björn á þeim tíma að vörumerkið SBK yrði notað áfram þrátt fyrir að það yrði fært yfir til Kynnisferða.