Nýjast á Local Suðurnes

Rífa tæplega 6.000 fermetra af byggingum á Keflavíkurflugvelli

Isavia mun á næstu dögum óska eftir tilboðum í niðurrif bygginga á Keflavíkurflugvelli, um er að ræða tæplega 6.000 fermetra. Tvær byggingar verða rifnar, Háaleitishlað 4  og Háaleitishlað 23 á Keflavíkurflugvelli auk þess sem rífa á hluta af innvolsi að Háaleitishlaði 26.

Helstu magntölur:

Háaleitishlað 4                   1860 m2
Steinsteypt hús og stálgrindarhús
Háaleitishlað 23                   371 m2
Stálgrindarhús
Háaleitishlað 26            Um 3400 m2
Léttir veggir, innréttingar o.fl.
Það er Ríkiskaup sem sér um að bjóða verkið út fyrir hönd Isavia, en verkinu á að vera lokið fyrir septemberlok í ár.