Nýjast á Local Suðurnes

Röskun á skólastarfi komi til verkfalls

Líklegt er að röskun verði á skólastarfi vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB ef ekki verður samið fyrir mánudag.

Stór hópur félagsmanna BSRB mun leggja niður störf mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars næstkomandi.

Röskun á skólastarfi verður vegna þessa þar sem stuðningsfulltrúar og starfsmenn skóla aðrir en kennarar og stjórnendur leggja niður störf.

Mismunandi er hvernig skólar bregðast við þessum aðstæðum ef af verkfalli verður og eru foreldrar og forráðamenn hvattir til þess að fylgjast með fréttum sunnudaginn 8. mars til að geta brugðist við á mánudagsmorgun ef til verkfalls kemur.

Einnig má nálgast fréttir á vefsíðum skólanna á Suðurnesjum.