Nýjast á Local Suðurnes

Fölsuð vegabréf á hálftíma fresti – #löggutíst

Maraþontíst lögregluembættana á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi eystra hófst klukkan 16 í dag. Hægt er að fylgjast með maraþoninu með því að nota #löggutíst. Með maraþoninu vilja lögregluembættin þrjú veita hinum almenna borgara innsýn í störf lögreglunnar.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur í nógu að snúast, en mest virðist vera að gera í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem tveir hafa verið teknir á innan við klukkustund með fölsuð skilríki. Þá hefur lögreglu verið tilkynnt um að mögulega sé ölvaður ökumaður í umferðinni – En það mál eru menn að kanna.

Hægt er að fylgjast með fjölbreyttum störfum Lögreglunnar á Suðurnesjum hér.