Nýjast á Local Suðurnes

Stórleikur Kristins skilaði Njarðvíkingum titli

Mynd: Facebook / Kkd. Njarðvíkur

Kristinn Pálsson átti stórleik fyrir unglingaflokk Njarðvíkur í körfuknattleik þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í dag. Kristinn skoraði 33 stig, hirti 17 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í 83 – 68 sigri á Breiðabliki.

Leikið var í Njarðvík og búist var við hörkuleik þar sem bæði lið tefldu fram leikmönnum með töluverða meistarflokksreynslu á bakinu. Leikurinn var spennandi í fyrri hálfleik, en Njarðvíkingar sigu jafnt og þétt framúr í þeim síðari og lönduðu titlinum sem fyrr segir.