Nýjast á Local Suðurnes

Maltbikarinn: Keflavík úr leik eftir tap gegn Þór

Keflvíkingar eru úr leik í Maltbikarnum í körfuknattleik eftir stórt tap gegn Þór Þorlákshöfn í dag, 70-93. Leikið var í TM-Höllinni í keflavík.

Keflvíkingar höfðu frumkvæðið framan af og var fyrri hálfleikur jafn og spennandi. Keflvíkingar leiddu með einu stigi í hálfleik, 42-41 – Og virtist stefna í hörkuleik.

Í síðari hálfleik small hins vegar allt hjá Þórsurum, sóknarleikurinn gekk eins og smurð vél og varnarleikurinn var vel skipulagður, á meðan fátt gekk upp hjá Keflvíkingum, og fór svo að Þórsarar unnu síðari hálfleikinn með 24 stigum – Lokatölur sem fyrr segir 70-93.

Magnús Már Traustason var stigahæstur Keflvíkinga með 18 stig og Amin Stevens skoraði 11, auk þess að taka 12 fráköst.