Nýjast á Local Suðurnes

Skoða möguleika á flokkun sorps á Suðurnesjum

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar lagði til, á síðasta fundi sínum, að hafin verði stefnumótunarvinna hvað varðar sorpflokkun í Reykjanesbæ í samráði og samvinnu við nágrannasveitarfélög.

Þá hefur Sorpeyðingarstöð Suðurnesja lagt talsverða vinnu í að skoða ýmsar leiðir til flokkunar úrgangs, en á síðasta stjórnarfundi fyrirtækisins var samþykkt að stefna að því að fá aðila frá gámafyrirtækjum til að koma á fundi stjórnar og kynna þar aðferðir og leiðir sem þeir bjóða viðskiptaaðilum sínum í flokkun úrgangs við heimili.