Nýjast á Local Suðurnes

Einhverjar raskanir á flugi vegna veðurs

Vegna veðurs má búast við einhverjum röskunum á flugi í dag, 14. janúar, á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram á vef Keflavíkurflugvallar, en þar er fólk hvatt til að fylgjast með uppfærslum á flugtímum.

Ekki virðist þó vera um miklar seinkanir að ræða hjá flestum flugfélögum, samkvæmt heimasíðu flugvallarins, en British Airways hefur aflýst einni ferð til London City Airport auk þess sem ferð til Akureyrar á vegum Air Iceland Connect hefur verið aflýst.