Nýjast á Local Suðurnes

Skemmtistaður gjörónýtur eftir eldsvoða

Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út síðastliðna nótt eftir að mikinn svartan reyk lagði frá Skemmtistað við Hafnargötu. Staðurinn var lokaður og hefur verið það í einhvern tíma.

Allur tiltækur mannskapur á vakt fór á staðinn og var strax ljóst að eldur var innanhús og búinn að krauma lengi. Mikill hiti var innandyra og þurftu reykkafara nokkrar tilraunir til að brjóta sér leið innar í rýmið, segir í tilkynningu frá Brunavörnum Suðurnesja. Þá segir að gler hafi verið byrjað að springa sökum hita.

Kalla þurfti út slökkviliðsmenn af frívakt og voru mest 11 slökkviliðsmenn að störfum á tveim dælubílum og körfubíl. Slökkvistarfi lauk um 06:00 í morgun. staðurinn var steyptur í hólf og gólf og bjargaði það miklu annars hefði eldur borist greiðlega í önnur verslunarými og svo fjölbýlishús sem var sambyggt. Reykræsta þurfti rými við hliðina en það tókst að ráða niðurlögum elds áður en til rýmingar á fjölbýlishúsi hófst. Skemmdir voru töluverðar eftir brunann