Nýjast á Local Suðurnes

Deep Jimi snýr aftur – Uppselt á fyrri tónleika hljómsveitarinnar

Keflvíska hljómsveitin Deep Jimi & the Zep Creams mun í október rjúfa margra ára þögn með tvennum tónleikum. Í Reykjanesbæ mun hljómsveitin troða upp Hljómahöllinni og á höfuðborgarsvæðinu geta aðdáendur náð þeim félögum á Hard Rock. Leikin verða lög af öllum plötum sveitarinnar ásamt nýju efni.

Fyrri tónleikarnir verða eins og áður segir í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ en þar mun sveitin líta yfir farinn veg og jafnvel segja nokkrar sögur af tilurð laganna og öðrum ævintýrum. Seinni tónleikarnir verða á Hard Rock og þar verður keyrt á rokki alla leið og ekkert kjaftæði. segir á vef miðasalans.