Nýjast á Local Suðurnes

KK og Ellen með jólatónleika í Hljómahöll

KK & Ellen Kristjánsdóttir munu fara í árlega tónleikaferð sína um landið í desember og að venju munu þau koma fram á Suðurnesjum. Tónleikar þeirra verða í Hljómahöllinni þann 11. desember. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og húsið opnar kl. 20:00.

Jólatónleikar þeirra systkina er orðinn fastur liður í jólahaldi fjölmargra á Íslandi. Í ár verða þau á faraldsfæti líkt og áður sagði, syngja jólalög í bland við sín eigin og segja sögur af sér sínum sem laða fram gleði og eitt og eitt tár.

Með þeim verður fimm manna úrvalssveit tónlistarmanna undir stjórn hljómborðsleikarans góða Jóns Ólafssonar.