Stund milli stríða – Lögreglumenn skelltu sér í strandblak í góða veðrinu
Lögreglumenn á eftirlitsferð um Grindavík veittu nokkrum unglingum eftirtekt í morgunsárið þar sem þau voru að stunda blak á nýjum strandblakvelli í Grindavík. Völlurinn verður vígður síðar í dag, í tengslum við Sjóarann síkáta, en það aftraði ekki blakþyrstum lögreglumönnum í að taka forskot á sæluna og prófa völlinn.
Á Facebook-síðu lögreglunnar segir að ekki fari sögum af árangri lögreglumanna í eftirlitsferð á blakvellinum, en þó er tekið fram að völlurinn sé löglegur.
Stund milli stríða á sjóaranum síkáta.
Grindvíkingar vígja í dag löglegan strandblakvöll. Lögreglumenn á eftirliti um Grindavík veittu athygli ungum krökkum sem voru að prófa völlinn og okkar menn skelltu sér í sitthvort liðið. Ekki fer sögum af árangri okkar manna. Segir í Fésbókarfærslunni.