Nýjast á Local Suðurnes

Fólk hvatt til að sýna heilbrigðisstarfsfólki þakklæti í verki í kvöld

Íslend­ing­ar eru hvattir til þess að fara að for­dæmi Ítala, Spán­verja og fleiri þjóðerna og fara út á sval­ir eða út í garð og klappa fyr­ir heil­brigðis­starfs­fólki lands­ins sem stend­ur í ströngu um þess­ar mund­ir vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs.

Stofnaður hefur verið viðburður á Facebook um málið og hafa þúsundir skráð sig til leiks og munu sýna þakk­læti í verki með þess­um hætti. Fólk er jafn­framt hvatt til að taka upp mynd­bönd og deila á sam­fé­lags­miðlum und­ir myllu­merk­inu #þakk­lætisklapp eða #thakkla­etisklapp.