Nýjast á Local Suðurnes

Aðstoða komufarþega við að nálgast bíla

Bílastæðafyrirtækið BaseParking, sem hefur starfsemi á Keflavíkurflugvelli, hefur ákveðið að bjóða upp á þá þjónustu við flugvöllinn að aðstoða ættingja eða ástvini þeirra sem koma til landsins að nálgast bíla sína á þægilegan hátt.

Þjónusta fyrirtækisins er endurgjaldslaus og gengur út á það að ættingjar geta komið með bíl til fyrirtækisins sem er svo afhentur þeim sem kemur til landsins seinna um daginn eða deginum eftir.

Í tilkynningu á Facebook segir að tekið verði á móti bílnum beint fyrir utan flugstöðina og hann afhentur fyrir utan komusalinn.