Nýjast á Local Suðurnes

Víðir Garði í þriðja sætið – Sjáðu glæsimark Pawels beint úr aukaspyrnu!

Víðir komst í þriðja sæti annarar deildarinnar í knattspyrnu, þegar liðið lagði Fjarðabyggð að velli á Nesfisk-vellinum í Garði í dag.

Það voru gestirnir sem komust yfir á 8. mínútu leiksins, en Pawel Grudzinski jafnaði leikinn fyrir Víði á 39. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspynu. Það var svo Patrik Snær Atlason sem tryggði Víðismönnum sigurinn á 66. mínútu leiksins, og þar með þriðja sæti deildarinnar.

Glæsimark Pawels má sjá hér fyrir neðan.

 

Úrslit og markaskorarar: Úrslit.net