Nýjast á Local Suðurnes

Krefjast þess að ofn United Silicon verði ekki ræstur

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Íbúa­sam­tök­in And­stæðing­ar stóriðju í Helgu­vík krefjast þess að kís­il­verk­smiðja United Silicon verði ekki ræst aft­ur, jafn­vel þótt um tíma­bundna gang­setn­ingu vegna gagna­öfl­un­ar sé að ræða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum, sem birt er í fjölmiðlum í dag. Til stendur að ræsa ofn verksmiðjunnar á morgun, sunnudag.

„Það er með öllu ólíðandi að hús­næði sem telst sam­kvæmt bygg­ing­a­reglu­gerðum vera fok­helt eða á bygg­ing­arstigi 4 sem telst til­búið til inn­rétt­inga sé opnað fyr­ir kís­il­bræðslu sem full­bú­in verk­smiðja,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Samtökin voru stofnuð í síðustu viku og mættu um 50 manns á stofnfund­inn en hann var send­ur út í beinni út­send­ingu á Face­book-síðu sam­tak­anna og er upp­taka aðgengi­leg þar.

Kosið var í stjórn fé­lags­ins og er Ein­ar M. Atla­son formaður. Aðrir stjórn­ar­menn og vara­menn eru María Magnús­dótt­ir, Þórólf­ur J. Dags­son, Ragn­hild­ur Guðmunds­dótt­ir, Mar­grét Sigrún Þórólfs­dótt­ir, Gunn­ar Auðuns­son, La­eila Friðriks­dótt­ir, Andri Freyr Stef­áns­son, Gunn­laug­ur Björg­vins­son, Ragn­ar Ágústs­son og Dagný Halla Ágústs­dótt­ir.