Nýjast á Local Suðurnes

Sleppt úr haldi – Man ekkert eftir að hafa rústað úrabúð

Ungum karlmanni, sem braut og bramlaði í verslun úrsmiðs í Reykjanesbæ í síðustu viku, hefur verið sleppt úr haldi og gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi. Maðurinn notaði öxi við verknaðinn en í bakpoka hans fundust einnig hnífur og stálrör.

Þetta er niðurstaða Landsréttar sem felldi úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald sem Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á. Frá þessu er greint á Vísi.

Landsréttur telur enga rannsóknarhagsmuni vera fyrir hendi auk þess sem maðurinn hafi ekki valdið neinu líkamstjóni. Maðurinn segist hafa verið svo fullur að hann muni ekkert eftir atvikum í versluninni.