Nýjast á Local Suðurnes

Vilja fjölga íbúðum á Nikkelsvæði

Miðland ehf. hefur óskað eftir því við Reykjanesbæ að deiliskipulagi Hlíðarhverfis, gamla Nikkelsvæðisins, verði breytt og íbúðafjöldinn þannig aukinn um 21 íbúð. Þannig mun fyrirtækið breyta einnar hæðar raðhúsabyggð við Grænáslaut í tveggja hæða fjölbýlishús.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkti þessar tillögur fyrirtækisins fyrir sitt leiti, en heildarbyggingarmagn íbúða í Hlíðahverfi fer við þessar breytingar úr 300 í 321 íbúð. Auk íbúabyggðar er skipulagt svæði undir atvinnuhúsnæði í hverfinu – heildarbyggingamagnið húsnæðis fer því í rúmlega 500 einingar. Deiliskipulagsbreyting verður auglýst til kynningar samkvæmt 41. grein Skipulagslaga.

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars keypti Miðland ehf. á 651 milljón króna, seint á síðasta ári, af dótturfélagi Landsbankans eftir söluferli.