Nýjast á Local Suðurnes

Eldur kom upp í íbúð við Framnesveg

Nokkrir voru fluttir til athugunar á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í sex íbúða fjölbýlishúsi við Framnesveg í Reykjanesbæ á fimmta tímanum í nótt. Allir íbúar höfðu komist út þegar slökkvilið mætti á staðinn.

Frá þessu er greint á vef RÚV. Þar kemur fram að eldur hafi logað út um svalahurð á fyrstu hæð. Sú íbúð skemmdist mikið og töluverður reykur barst í íbúð beint fyrir ofan.

Lögregla rannsakar tildrög eldsins.