Nýjast á Local Suðurnes

Fimm milljarða framkvæmd vegna herskipa

Áætlað er að reisa 390 metra lang­an viðlegukant í Helgu­vík á Reykja­nesskaga fyr­ir her­skip Atlants­hafs­banda­lags­ins. Einnig er gert ráð fyr­ir að koma þar á fót 25.000 rúm­metra eldsneyt­is­birgðageymslu.

Fram­kvæmd­in yrði upp á fimm millj­arða króna, án virðis­auka­skatts. Friðjón Ein­ars­son, formaður bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæj­ar, staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is.

Verkefnið verður unnið í sam­vinnu Atlants­hafs­banda­lags­ins, ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, Reykja­nes­bæj­ar, Reykja­nes­hafn­ar og varn­ar­mála­sviðs Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Hall­dór Karl Her­manns­son hafn­ar­stjóri varð fyr­ir val­inu fyr­ir hönd Reykja­nes­bæj­ar, segir í frétt mbl.is.