Fimm milljarða framkvæmd vegna herskipa

Áætlað er að reisa 390 metra langan viðlegukant í Helguvík á Reykjanesskaga fyrir herskip Atlantshafsbandalagsins. Einnig er gert ráð fyrir að koma þar á fót 25.000 rúmmetra eldsneytisbirgðageymslu.
Framkvæmdin yrði upp á fimm milljarða króna, án virðisaukaskatts. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.
Verkefnið verður unnið í samvinnu Atlantshafsbandalagsins, utanríkisráðuneytisins, Reykjanesbæjar, Reykjaneshafnar og varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri varð fyrir valinu fyrir hönd Reykjanesbæjar, segir í frétt mbl.is.