Nýjast á Local Suðurnes

Mögulegt að einn sá allra besti semji við Suðurnesjalið

Mögulegt er að einn sá besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið, Gylfi Sigurðsson, mæti til leiks í Lengjudeildinni og þá með Grindavík, ef eitthvað er að marka sögusagnir. Þetta kom fram í máli Hjörvars Hafliðasonar í þættinum Er. Football. Gylfi hefur ekkert spilað knattspyrnu í um tvö ár vegna málaferla á Englandi.

Hjörvar sagðist hafa heyrt þá sögu að Gylfi skoði það að spila á Íslandi til að byrja með og að Lengjudeildin gæti verið kostur.

„Ég hef heyrt að Gylfi sé jafnvelt til í að koma sér í gang á Íslandi, sé alveg sama hvort það sé A-deild eða B-deild. Bara að það sé á grasi, ég hef heyrt Grindavík í því samhengi. Hann vilji bara koma sér í gang,“ segir Hjörvar.