Nýjast á Local Suðurnes

Götur Reykjanesbæjar liggja undir skemmdum

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Árleg viðhaldsþörf í gatnakerfi Reykjanesbæjar er um 300 milljónir króna, en áætlun ársins gerir ráð fyrir 120 milljónum króna.

Undanfarin ár hefur verið varið frá 60
til 120 milljónum króna árlega og því er uppsöfnuð viðhaldþörf orðin mikil, að mati framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs

Í kynngu framkvæmdastjórans fyrir bæjarráði kom fram að mjög mikið af götum sé komið á rautt stig og að hann telji það skyldu sína að greina forsvarsmönnum sveitarfélagsins frá því.

Í kynningunni segir jafnframt að rautt stig þýði að yfirborð gatnanna er orðið það slæmt að ef ekki verður farið í að fræsa og yfirleggja göturnar er hætt við að burðarvirki skemmist og þá er um að ræða mun kostnaðarsamari viðgerðir. Þá segir einnig að þessar viðhaldsframkvæmdir eru metnar á 450 -500 milljónir króna, segir í kynningunni.