Nýjast á Local Suðurnes

Maciej Baginski genginn í raðir Þórsara

Njarðvíkingurinn Maciej Stanislav Baginski hefur sagt skilið við úrvalsdeildarlið Njarðvíkinga í körfuknattleik og gengið til liðs við Þór Þorlákshöfn. Baginski sem er 21 árs hefur leikið allan sinn feril með Njarðvíkingum, auk þess að hafa leikið með öllum yngri landsliðum Íslands.

Á liðinni leiktíð skilaði Maciej 12,3 stigum að meðaltali í leik og 11,4 framlagsstigum. Þjalfari Þórsara er sem kunnugt er Njarðvíkingurinn Einar Árni Jóhannsson.