Nýjast á Local Suðurnes

Stórt tap hjá Njarðvík – Ómar fékk rautt

Ómar Jóhannsson

Njarðvíkingar lentu í vandræðum strax á 10. mínútu leiksins gegn Sindra í dag þegar Ómar Jóhannsson, markvörður liðsins, var rekinn af leikvelli, tveimur mínútum síðar kom fyrsta markið í leiknum. Annað mark Sindra kom fyrir leikhlé og staðan í hálfleik því 2-0.

Sindramenn héldu svo áfram að raða inn mörkum í síðari hálfleik, lokatölur eins og áður sagði 5-0. Njarðvíkingar duttu við þessi úrslit niður í sjötta sæti deildarinnar.