Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar taka á móti Stjörnunni í kvöld

Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn á Nettóvöllinn í kvöld, í lokaleik 10. umferðar Pepsí-deildarinnar.  Leikurinn hefst kl. 20:00 (ath. breyttur tími.)  Það er mikið í húfi hjá báðum liðum en fyrir leikinn er Keflavík í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig en Stjarnan er í 7. sætinu með 12 stig.

Keflavík og Stjarnan hafa leikið 20 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1994. Það hefur verið mikið jafnræði með liðunum sem hafa bæði unnið sjö leiki en sex sinnum hefur orðið jafntefli.  Markatalan er einnig jöfn, 28-28.  Stærsti sigur Stjörnunnar var 4-0 heimasigur árið 2010 en stærsti Keflavíkursigurinn var 4-1 leikur á heimavelli árið 1994.  Mesti markaleikur þessara liða var 4-2 sigur Keflavíkur árið 2011.

Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.