sudurnes.net
Keflvíkingar taka á móti Stjörnunni í kvöld - Local Sudurnes
Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn á Nettóvöllinn í kvöld, í lokaleik 10. umferðar Pepsí-deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 20:00 (ath. breyttur tími.) Það er mikið í húfi hjá báðum liðum en fyrir leikinn er Keflavík í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig en Stjarnan er í 7. sætinu með 12 stig. Keflavík og Stjarnan hafa leikið 20 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1994. Það hefur verið mikið jafnræði með liðunum sem hafa bæði unnið sjö leiki en sex sinnum hefur orðið jafntefli. Markatalan er einnig jöfn, 28-28. Stærsti sigur Stjörnunnar var 4-0 heimasigur árið 2010 en stærsti Keflavíkursigurinn var 4-1 leikur á heimavelli árið 1994. Mesti markaleikur þessara liða var 4-2 sigur Keflavíkur árið 2011. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meira frá SuðurnesjumNjarðvíkingar glíma við efsta lið Pepsi Maxdeildarinnar í bikarnum í kvöldMatthías bar sigur úr bítum á JólapílumótiDómaramistök á lokasekúndum seinni framlengingar – Sjáðu atvikið!Allur aðgangseyrir á grannaslag rennur í Minningarsjóð ÖllaFyrsti leikur Keflavíkur í Inaksso-deildinni verður í beinni á Stöð 2 SportÍRB sigurvegari á AMÍ sjötta árið í röðGrannaslagur af bestu gerð í Njarðvík á fimmtudagKeflavík – Stjarnan: Breyttur leiktímiNjarðvík fær Hauka í bikarnum eftir úrskurð aganefndarLeikir Keflavíkur og Grindavíkur fara fram