Nýjast á Local Suðurnes

Ari Trausti leiðir lista VG í Suðurkjördæmi – Fjórir Suðurnesjamenn á listanum

Vinstri hreyfingin grænt framboð samþykkti í dag uppstillingu á lista hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningar, sem fram fara í haust. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur verður í 1. sæti listans, en hann er kunnur fyrir fræðistörf sín, sjónvarpsþætti og bækur.

Fjórir Suðurnesjamenn eru á lista hreyfngarinnar fyrir alþingiskosningarnar. Dagný Alda Steinsdóttir, innanhúsarkitekt, Reykjanesbæ, skipar í fjórða sæti listans, Þorvaldur Örn Árnason, eftirlaunaþegi, Reykjanesbæ skipar 6. sætið, Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður einnig úr Reykjanesbæ skipar 10. sætið og Björn Haraldsson, verslunarmaður úr Grindavík skipar 19. sætið.